Ein innritunargátt fyrir alla skóla

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

Til stendur að koma á laggirnar einni innritunargátt fyrir alla háskóla hér á landi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur þegar átt í viðræðum við rektora allra háskóla í sumar og segir undirtektir góðar.

Verkefnið felur í sér að í stað þess að nemendur sæki um á heimasíðum hvers skóla fyrir sig munu þeir sækja um á island.is.

Við innritunargáttina verður einnig tenging við ýmsa þjónustu við nemendur svo sem ítarlegar upplýsingar um námsframboð, forkröfur, skipulag náms og námsfyrirkomulag, áhugasviðskönnun, aðgengi að námsráðgjöf og stoðþjónustu, námsmat, menntasjóð og fleira.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert