Vill meira fjármagn í heilbrigðiskerfið

Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frostadóttir. mbl.is/Hallur Már

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar segir að fjármagna þurfi heilbrigðiskerfið mun betur en gert hefur verið. Þetta sé eitt af þeim málum sem ekki þoli bið, ásamt húsnæðismálum og kjaramálum.

Mörg mál bæði megi og eigi að leysa á heimavelli án þess að bíða Evrópusambandsaðildar til þess að leysa þau.

Kristrún tilkynnti á föstudag að hún hygðist sækjast eftir formannsembætti Samfylkingar og verður kosið um embættið á landsfundi í október. 

Kristrún er gestur dagsins í Dagmálum, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem er opið öllum áskrifendum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert