Búnaður fjarlægður úr Fossvogsskóla

Frá Fossvogsskóla.
Frá Fossvogsskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skólastjóri Fossvogsskóla hefur óskað eftir að betur sé farið yfir þau viðmið sem voru notuð við flutning á gögnum, búnaði og húsgögnum úr Korpuskóla. Hún gerir það í kjölfar ábendinga sem bárust frá foreldrum tveggja barna í skólanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir ennfremur, að endurgerð skólabygginganna við Fossvogsskóla hafi veriðunnin í samráði við og eftir ráðgjöf frá verkfræðistofunni Eflu og var talið öruggt að búið væri að tryggja heilnæmt umhverfi. Börnin voru áður í Korpuskóla og fundu fyrir einkennum þar og hafa bækur og pappírar sem fluttust yfir þaðan verið fjarlægð.

„Brugðist var hratt við ábendingunum og voru foreldar barna í eldri bekkjum Fossvogsskóla upplýstir um stöðu mála í gær. Kennsla hófst aftur að fullu í Fossvogi nú í haust eftir gagngerar endurbætur í Austurlandi og Vesturlandi. Þar er frágangur á lokastigi. Þá standa yfir framkvæmdir í Meginlandi og hluti kennslu fer því fram í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans,“ segir í tilkynningu borgarinnar.

Þá segir, að húsin hafi verið endurgerð frá grunni og hefi verið unnið eftir ströngustu viðmiðunum og ráðgjöf. Þá hafi allar framkvæmdir sérstaklega teknar út og gæði innivistar mæld áður en gefið var grænt ljós á flutning skólastarfsemi frá Korpuskóla aftur í Fossvoginn.

Reykjavíkurborg vinnur eftir sérstökum verkferlum til að tryggja heilnæmt vinnu- og skólaumhverfi og ábendingum um slæma innivist er fylgt eftir. Unnið er eftir nýjustu þekkingu og bestu fáanlegu ráðgjöf á hverjum tíma við nýbyggingar og endurbætur, að því er borgin greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert