Þrír grunaðir vegna sprenginga á Selfossi

Mikill viðbúnaður var vegna sprengju sem fannst við Vallaskóla á …
Mikill viðbúnaður var vegna sprengju sem fannst við Vallaskóla á Selfossi á fimmtudaginn. mbl.is/Sigmundur

Þrír einstaklingar undir tvítugu eru grunaðir um að búa til og sprengja heimatilbúnar sprengjur á Selfossi. Málið telst upplýst að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. 

Á und­an­förn­um dög­um hef­ur lög­regl­unni á Suður­landi borist til­kynn­ing­ar um spreng­ing­ar á Sel­fossi sem lög­regl­an hef­ur staðfest að séu heima­til­bún­ar sprengj­ur þar sem not­ast er við æt­andi efni ásamt öðrum efn­um við gerð sprengn­anna. 

Sveinn Kristján segir í samtali við mbl.is að vitað sé hverjir hafa verið að verki. Gerendurnir, sem eru allir undir tvítugu, þurfa ekki að vera fara í gæsluvarðhald. 

Vonar að þessu tímabili sé lokið

Hann segir ekki hafa verið meira um sprengingar upp á síðkastið.

„Þetta hefur ekki verið meira núna og við skulum vona að þessu tímabili sé lokið. Þau hafi séð alvarleikann í þessu. Þó þetta sé engar stórar bombur þá getur þetta verið hættulegt,“ segir Sveinn Rúnar.

mbl.is