Ákærður fyrir 25 milljóna skattalagabrot

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður um fimmtugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot í tengslum við rekstur á einkahlutafélagi þar sem hann var framkvæmdastjóri og prókúruhafi.

Er hann ákærður fyrir að hafa samtals ekki staðið skil á 25,2 milljónum í bæði virðisaukaskatt og opinber gjöld vegna rekstur félagsins.

Virðisaukaskattur og opinber gjöld

Í ákærunni kemur fram að meint brot hafi átt sér stað árin 2016 og 2017, en samtals er hann talinn hafa komið félaginu hjá því að greiða 12,4 milljónir í virðisaukaskatt á þeim árum.

Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum af launum starfsmanna félagsins upp á samtals 12,8 milljónir á sömu árum.  

mbl.is