Heimilt að rífa öll húsin á Heklureit

Bílaumboðið Hekla hefur verið ofarlega á Laugavegi í fjölda ára.
Bílaumboðið Hekla hefur verið ofarlega á Laugavegi í fjölda ára.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur heimilað niðurrif á öllum húsum á Heklureitnum, Laugavegi 168-174. Þarna á sem kunnugt er að rísa hverfi fjölbýlishúsa með allt að 463 íbúðum. Það eina sem eftir stendur er borholuhús á Laugavegi 174a.

Húsin á lóð nr. 168-174 við Laugaveg eru skrifstofu-, verslunar- og iðnaðarhúsnæði, byggt á árunum 1943-1972. Í deiliskipulagi fyrir lóðirnar, sem samþykkt var í fyrra, er niðurrif heimilað á öllum húsum.

Í deiliskipulaginu er tekið fram að niðurrif mannvirkja er leyfisskyld starfsemi og fylgja ber verklagsreglum Reykjavíkurborgar. Gera skal grein fyrir flokkun og meðhöndlun útgangs.

Þá er lóðarhöfum skylt að leggja fram áætlun um niðurrif mannvirkja. Þeim er sömuleiðis skylt að leggja fram áætlun vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðunum og kynna hana fyrir eigendum fasteigna á aðliggjandi lóðum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert