Um 60% brotaþola vændis reynt sjálfsvíg

Varpað var ljósi á sláandi niðurstöður rannsóknar Stígamóta af áhrifum …
Varpað var ljósi á sláandi niðurstöður rannsóknar Stígamóta af áhrifum vændis á brotaþola. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi á Stígamótum, kynnti niðurstöður rannsóknar á tölfræðigögnum Stígamóta frá 2013-2021, á málþingi um vændi í gær. Auk þess kynnti lögreglan nýjar tölur um meðferð vændiskaupamála.

Á tímabilinu sem var til skoðunar leituðu 3.118 brotaþolar kynferðisofbeldis til Stígamóta í fyrsta skipti. Af þeim voru 4,2% brotaþolar vændis eða 132 einstaklingar. 

Í rannsókn þessari kom í ljós að 60,7% brotaþola vændis hafa gert tilraun til sjálfsvígs og eru miklu líklegri en brotaþolar annars kynferðisofbeldis til þess að hafa gert sjálfsvígstilraunir eða hugleitt sjálfsvíg. Þá eru þeir mun líklegri til þess að kljást við sjálfsskaða og átröskun.

Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »