Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Fáskrúðsfjarðar

Hringveginum hefur verið lokað vegna óveðurs.
Hringveginum hefur verið lokað vegna óveðurs. mbl.is

Hringveginum hefur verið lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Fáskrúðsfirði vegna óveðurs, en rauð viðvörun hefur nú tekið gildi á Austfjörðum.

Gert er ráð fyrir aftakaveðri á austurhelmingi landsins í dag og eru björgunarsveitir á Austurlandi í viðbragðsstöðu. Þá er fólk hvatt til að vera ekki á ferli að óþörfu og gæta að eigin öryggi.

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur lýst yfir hættustigi vegna veðurs á Aust­ur­landi og Suðurlandi en óvissustigi á Norður­landi eystra og Norður­landi vestra.

Hægt er að fylgjast með færð og lokun vega á vef Vegagerðarinnar og twittersíðu hennar.

mbl.is