Myndskeið: Sjáðu sjóinn ganga upp á veginn

Dagurinn á Akureyri hefur einkennst af miklum vindi og mikilli …
Dagurinn á Akureyri hefur einkennst af miklum vindi og mikilli ölduhæð. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Mikið óveður hefur verið í dag á Akureyri og hefur dagurinn einkennst af miklum vindi og mikilli ölduhæð. Ásamt mikilli ölduhæð var búist við miklu brimi við ströndina á norðausturhorninu sem hefur svo sannarlega ræst. Til marks um mikla ölduhæð og brim hefur lögreglan hvatt bátaeigendur til þess að huga að bátum sínum í höfninni. 

Dagurinn hefur verið afar viðburðaríkur og er í nógu að snúast hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag. Myndband af ástandinu á Akureyri má sjá hér:

mbl.is