Manhattan er eins og Esjan

Ragna Fróðadóttir vinnur nú í tískugeiranum í New York en …
Ragna Fróðadóttir vinnur nú í tískugeiranum í New York en gefur sér tíma til að sinna eigin myndlist. mbl.is/Ásdís

Ragna Fróðadóttir starfar sem framkvæmdastjóri hjá virtu tískufyrirtæki í New York í „trendforecasting“. Ragna vinnur nú jöfnum höndum í textíl og myndlist og nýtur sín í botn í stórborginni. 

Hér eru allir útlendingar

„Ég er rosalega fókuseruð á að sinna minni myndlist og sköpun og nota hverja lausa stund til að stíga þar inn. Svo er ég alltaf að taka inn New York enda svo mikið að gerast hérna. Hér hef ég eignast heilan hóp af vinum í gegnum árin. Ég er svolítill fólksvefari, ég er endalaust að tengja saman fólk,“ segir Ragna. 

„Mér finnst svo áhugaverð þessi tenging á milli Íslands og New York af því mér finnst svipuð dýnamík á báðum stöðum. Við Íslendingar erum ótrúlega „spontant“ og alltaf til í að stökkva. Við erum svo mótuð af snöggum veðrabreytingum og kunnum að bregðast skjótt við aðstæðum, sem kemur sér vel í borg eins og New York. Svo þar sem ég horfi yfir á Manhattan úr íbúðinni minni minnir borgin mig á íslenska fjallasýn, Esjuna. Þetta er stórkostleg „fjallasýn“ gerð af mönnum. Ég geri lítinn greinarmun á því að vera hér og í Mosfellsdal þar sem ég ólst upp. Mér hefur aldrei liðið eins og ég væri útlendingur. Hér eru allir útlendingar og tala með hreim. Hér er fólk frá mörg hundruð þjóðlöndum og ég fíla það. En ég er ekki sest hér að; ég held ég verði alltaf með annan fótinn á Íslandi. Ég er flökkukind í mér og hef alltaf verið fljót að aðlaga mig í nýjum aðstæðum.“

Hér má sjá ofið listaverk eftir Rögnu, en hún notar …
Hér má sjá ofið listaverk eftir Rögnu, en hún notar gjarnan fígúrur og tákn.

Ítarlegt viðtal er við Rögnu Fróðadóttur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »