Tvö ár í fangelsi fyrir akstur rafskútu?

Notkun rafhlaupahjóla í Reykjavík og víðs vegar um landið nýtur …
Notkun rafhlaupahjóla í Reykjavík og víðs vegar um landið nýtur síaukinna vinsælda en nú liggur fyrir að samþykkja lög um notkun þeirra. mbl.is/Hari

„Það er slæmt að við setjum alltaf meiri og meiri boð og bönn á umhverfisvænan fararmáta í staðinn fyrir að hægja enn frekar á einkabílnum. Við þurfum að einbeita okkur að alvöru vandamálinu sem er að bílarnir eru að keyra of hratt,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um breytingar á umferðarlögum.

Breytingarnar hafa ýmis áhrif á notkun rafhlaupahjóla og annarra smáfarartækja. Starfshópur smáfarartækja á vegum innviðaráðuneytisins skilaði skýrslu í júní og eru þessar breytingar lagðar til samkvæmt tillögum hans.

Með breytingunum mun meðal annars allt að tveggja ára fangelsi liggja við akstri rafskútu undir áhrifum áfengis. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert