Rigning með köflum í dag

Allvíða verður rigning með köflum.
Allvíða verður rigning með köflum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er suðlægri átt í dag, 5 til 13 metrum á sekúndu, og verður hvassast á annesjum. Allvíða verður rigning með köflum, síst þó á Austurlandi og Austfjörðum.

Gengur í norðaustan og norðan 8-15 m/s með rigningu sunnan og vestan til síðdegis en norðan og austanlands í kvöld. Hiti verður á bilinu 7 til 13 stig.

Norðaustan og norðan 8-15 m/s verða á morgun og rigning en úrkomulítið suðvestan til fram eftir degi. Hiti verður á bilinu 6 til 11 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is