Yfir 200 í lyfjameðferð við ópíóðafíkn

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs.
Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir 200 manns eru nú í gagnreyndri lyfjameðferð við ópíóíðafíkn á göngudeildinni á Vogi, en sú meðferð dregur úr fíkn og fráhvörfum.

Tíu úr hópi þeirra sem hafa gengist undir meðferðina létust í fyrra en alls hafi um 600 farið í hana.

Þetta kemur fram í Læknablaðinu þar sem rætt er við Valgerði Rúnarsdóttur, forstjóra Vogs og framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ.

„Við sjáum ekki lát á þróuninni í ópíóíðafíkn,“ segir Valgerður um þá staðreynd að aldrei hafa fleiri látist af ofskammti lyfja en í fyrra. Samkvæmt tölum Embættis landlæknis létust 46 manns, 9 fleiri en árið á undan. Tíu þeirra frömdu sjálfsvíg.

Valgerður segir lyfjameðferð fækka andlátum. Hún gagnrýnir jafnframt áhugaleysi yfirvalda á meðferð SÁÁ við ópíóðafíkn. Samningur um hana hefur ekki verið uppfærður frá árinu 2014.

„Hann nær til 90 sjúklinga en við þjónustum yfir 200 manns. Við segjum ekki nei við neinn því meðferðin er lífsbjargandi við alvarlegri ópíóðafíkn,“ segir hún og bætir við að stjórnvöld hlusti ekki á SÁÁ þegar greint er frá vandanum.

mbl.is