Samstöðumótmæli á Laugarvatni

Nemendur ML söfnuðust fyrir framan skólann klukkan 11.
Nemendur ML söfnuðust fyrir framan skólann klukkan 11. Ljósmynd/Aðsend

Nemendur við Menntaskólann að Laugarvatni (ML) söfnuðust saman fyrir framan inngang skólans klukkan 11, til að sýna nemendum MH stuðning í verki vegna mótmæla sem þar standa nú yfir.

Nemendur við MH gengu úr tímum klukkan 11 í dag og söfnuðust fyrir framan  aðal­inn­gang skól­ans til að sýna nem­end­um sem hafa orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi stuðning, ásamt því að reyna að knýja fram breyt­ing­ar á kerf­um sem vinna gegn þolend­um, meðal ann­ars kerf­um og ferl­um inn­an mennta­kerf­is­ins. 

Nemendur ákváðu að halda sínu striki og mótmæla þrátt fyrir yfirlýsingu frá skólastjórnendum í gær þar sem nemendur voru beðnir afsökunar og það harmað að nem­end­ur hafi upp­lifað van­líðan vegna mála er varða kyn­ferðis­legt of­beldi og áreitni, sem ekki hafi verið tekið á með viðun­andi hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert