Icelandair snýr sér aftur að íslenskunni

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegar í flugferðum Icelandair eru á ný ávarpaðir á íslensku áður en þeir eru ávarpaðir á ensku í tilkynningum um borð við flugtak og brottför. Hefðin hjá Icelandair var ávallt sú að farþegar voru fyrst ávarpaðir á íslensku. Fyrir nokkrum árum var því breytt og var þá enskan í fararbroddi í tilkynningum félagsins. Fyrir um hálfu ári var þessu breytt aftur í fyrra horf en þetta staðfestir forstjórinn Bogi Nils Bogason.

Tekin hafi verið ákvörðun um að breyta þessu eftir fund með Lilju Dögg Alfreðsdóttur ráðherra og eftir að félaginu bárust kvartanir. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert