Þungavigtarfólk á Arctic Circle í ár

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, verður haldið í Hörpu og á Reykjavík Edition-hótelinu frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Þingið verður enn fjölmennara en í fyrra og þar verða yfir 200 málstofur með um 600 ræðumönnum. Áætlað er að yfir 2.000 manns frá nærri 70 löndum taki þátt í þinginu.

„Mér sýnist allt stefna í að þing Hringborðs norðurslóða verði öflugra en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir ýmsar erfiðar aðstæður,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forsvarsmaður Hringborðs norðurslóða. Af nafntoguðum gestum má nefna Hákon, krónprins Noregs, og Mary Simon, landstjóra Kanada í umboði Bretakonungs, en hún er fyrsti frumbygginn sem gegnir embætti landstjóra Kanada. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »