Staðan gæti orðið áþekk og á þensluárunum

Samkvæmt Vinnumálastofnun voru rúmlega 5.500 á atvinnuleysisskrá í október.
Samkvæmt Vinnumálastofnun voru rúmlega 5.500 á atvinnuleysisskrá í október. mbl.is/Eggert

Staðan á íslenskum vinnumarkaði næsta sumar gæti orðið áþekk því sem var þensluárin 2007 og 2017.

Þetta er mat Vignis Ö. Hafþórssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun, sem spáir 2% atvinnuleysi næsta sumar. Fjöldi lausra starfa sé nú langt umfram fjölda á atvinnuleysisskrá og því muni draga úr atvinnuleysi.

Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar verður 1,8% hagvöxtur á næsta ári. Það yrði verulegur samdráttur milli ára og skýrir Marinó Melsted, deildarstjóri hjá Hagstofunni, það með því að margar greinar hafi rétt úr kútnum eftir farsóttina.

Raunlaun að lækka

Sá bati verði því kominn fram á næsta ári og hagkerfið muni leita jafnvægis áður en vöxtur eykst á ný.

Ein afleiðingin af þessari aðlögun sé að raunlaun muni lækka lítillega í ár en svo hækka lítillega á næsta ári. Þá muni niðursveifla á erlendum mörkuðum fara að hafa meiri áhrif hér á næsta ári. Efnahagshorfur hér á landi séu bjartari en víðast hvar erlendis. Eins og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag hefur verið sterkt samband milli hagvaxtar og atvinnuleysis á Íslandi. Hins vegar stefnir nú í kröftugan vinnumarkað þótt það muni að óbreyttu hægja á hagvexti.

Yngvi Harðarson framkvæmdastjóri Analytica segir að víða erlendis séu dæmi um fjölgun starfa þrátt fyrir að dregið hafi úr hagvexti og/eða orðið samdráttur. Því sé þróunin hér í takt við þróunina erlendis.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert