Sungum hástöfum í bílnum

Una Torfadóttir hefur verið í tónlist frá unga aldri. Hún …
Una Torfadóttir hefur verið í tónlist frá unga aldri. Hún fékk kjark til að gefa út tónlist eftir að hún greindist með æxli í heila. mbl.is/Ásdís

Una Torfadóttir er rísandi stjarna í heimi íslenskrar tónlistar og vakti hún mikla athygli um síðustu helgi á Airwaves. Spurð um tónlistaráhugann segir Una að fjölskyldan sé öll mjög tónelsk.

„Á sumum heimilum er mikið lagt upp úr því að börn æfi íþróttir en á mínu heimili er það bara tónlist. Ég var sex eða sjö ára þegar ég var spurð á hvaða hljóðfæri ég vildi spila,“ segir Una og segist hafa valið klarinett.

„Ég byrjaði svo sjálf að spila á píanó og gítar heima og fékk þá hjálp frá Tuma bróður mínum. Við erum bæði ótrúlega áhugasöm um músík og er hann nú að læra djasstromp­etleik í Stokkhólmi,“ segir hún og er greinilega stolt systir.

Vildi ekki vera svarti sauðurinn

„Við systkinin og mamma og pabbi höfum alla tíð spilað og sungið mikið saman. Mamma og pabbi kynntust einmitt í kór og þau spila bæði á hljóðfæri, pabbi á gítar síðan hann var unglingur og mamma á píanó og gítar,“ segir Una, en hún er dóttir hjónanna Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og Torfa Hjartarsonar lektors.

„Það var alltaf pláss fyrir tónlist heima og mikil stemning. Það var alltaf í boði að æfa sig og aldrei sussað á okkur,“ segir Una og segir að sér hafi ætíð þótt skemmtilegt að æfa sig á hljóðfæri.

„Við sungum oft hástöfum í bílnum, sérstak­lega þegar við keyrðum út á land. Og rödduðum,“ segir Una.

„Það var ótti hjá mér sem barn að ég myndi ekki geta raddað eftir eyranu því þá væri ég svarti sauðurinn í fjölskyldunni,“ segir hún og hlær.

Ítarlegt viðtal er við Unu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »