Þrjú börn í minnsta skóla landsins

Börnin í Hofgarði.
Börnin í Hofgarði. Ljósmynd/Aðsend

Í minnsta skóla landsins eru aðeins þrjú börn, hvert í sínum bekknum, en það er í grunnskólinn í Hofgarði í Öræfum. Undir sama þaki er raunar einnig leikskóli og þar er ögn þéttsetnari bekkurinn.

Hins vegar eru starfsmenn skólans fimm, tveir grunnskólakennarar, tveir leikskólakennarar og einn þúsundþjalasmiður, sem sér um matinn, skólaakstur og íþróttakennslu.

Það leysir þó ekki allan vanda, svo aka þarf 120 km leið til sundkennslu í næsta grunnskóla, sem er á Höfn í Hornafirði. Að öðru leyti halda kennararnir tveir uppi kennslu samkvæmt námskrá grunnskóla.

Börnin geta verið í skólanum út 10. bekk eða haldið í skólann á Höfn í 8.-10. bekk. 

Nánari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag. 

Þórður, Alexandra, Jón Emil og Peter Ålander (ekki nemandi) heldur …
Þórður, Alexandra, Jón Emil og Peter Ålander (ekki nemandi) heldur matráður, skólabílstjóri og íþróttakennari. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert