Bankastræti Club opnar aftur á morgun

Búið er að hand­taka átta í tengslum við árásina og …
Búið er að hand­taka átta í tengslum við árásina og er því um tutt­ugu ein­stak­linga enn leitað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglu á Bankastræti Club er lokið og mun staðurinn opna aftur á morgun eftir að stunguárás var gerð þar í gærkvöldi. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Instagram-síðu skemmtistaðarins þar sem segir að rannsóknin tengist ekki staðnum sjálfum né starfsfólki hans. 

„Við munum hafa lokað í kvöld og bjóðum öllum sem voru á staðnum upp á áfallahjálp,“ segir í yfirlýsingunni. 

Þá kemur fram að í gærkvöldi hafi tveir dyraverðir verið að störfum en það hafi ekki verið nóg til að stöðva 27 vopnaða menn, „sem voru með skýran ásetning til þess að hafa uppi á ákveðnum einstaklingum og gera þeim mein.“

mbl.is