„Staðurinn ber ekki ábyrgð á því sem gerðist“

Birgitta Líf Björnsdóttir og Ásthild­ur Bára Jens­dótt­ir eru á meðal …
Birgitta Líf Björnsdóttir og Ásthild­ur Bára Jens­dótt­ir eru á meðal eigenda Bankastræti Club. Ljósmynd/Ágúst Ólíver

Ásthild­ur Bára Jens­dótt­ir, meðeigandi Bankastræti Club, segist vona að skemmtistaðurinn verði opnaður aftur á morgun en í gærkvöldi frömdu um þrjá­tíu manna hóp­ur stunguárás á staðnum. Þrír særðust alvarlega. 

Er mbl.is náði tali af Ásthildi sagðist hún hafa átt betri daga. Hún vildi lítið gefa upp um árásina að svo stöddu. 

Verður staðnum lokað eitthvað áfram?

„Nei, við reiknum með að opna sem fyrst. Staðnum er einfaldlega lokað núna vegna rannsókn lögreglu,“ segir Ásthildur.

Vitið þið hvenær henni lýkur?

„Það verður eiginlega að vera fyrir morgundaginn. Þeir geta ekki lokað staðnum. Staðurinn ber ekki ábyrgð á því sem gerðist,“ segir hún að lokum og bætir við að eigendur og starfsmenn Bankastræti Club séu vægast í áfalli. 

mbl.is