Vilja fundarstjórn ríkis- sáttasemjara

Samningafundur Samtök atvinnulífsins funduðu með Eflingar.
Samningafundur Samtök atvinnulífsins funduðu með Eflingar. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm málum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara, en á bak við þau standa mjög fjölmenn sambönd og félög launafólks, að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur, skrifstofustjóra og aðstoðarsáttasemjara.

Starfsgreinasambandið (SGS), Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) og VR vísuðu saman þannig að það telst eitt mál. Samflot iðn- og tæknifólks vísaði sinni kjaradeilu í fernu lagi, það er Rafiðnaðarsamband Íslands, VM – Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna, MATVÍS og Samiðn. Það teljast því vera fjögur mál.

Fundur hefur verið boðaður í viðræðum SGS, VR, LÍV og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara á mánudag klukkan 10-18.

Þá hafa Efling og SA óskað sameiginlega eftir fundarstjórn ríkissáttasemjara á samningafundi á mánudaginn kemur. Þeim viðræðum hefur ekki verið vísað til ríkissáttasemjara þótt óskað hafi verið eftir fundarstjórn embættisins.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert