Bjarni situr fyrir svörum á morgun

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagssráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagssráðherra. mbl.is/Unnur Karen

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á opnum fundi í fyrramálið.

Ásamt Bjarna sitja einnig fyrir svörum Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Sigurður H. Helgason, skrifstofustjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Umræðuefni fundarins verður skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á vef Alþingis. Áætlað er að fundurinn hefjist 9:45 og ljúki ellefuleytið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert