464 milljóna kr. mál feðga fyrir Landsrétt

mbl.is/Hanna

Dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli Jóns Hilmars Karlssonar gegn þrota­búi föður hans, Karls Em­ils Werners­son­ar, hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Héraðsdóm­ur rifti ráðstöf­un Karls frá ár­inu 2014 á sölu allra hluta í Toska ehf. til son­ar síns, Jóns Hilm­ars. Þá var Jón dæmd­ur til að greiða þrota­búi Karls Em­ils Werners­son­ar 464 millj­ón­ir kr. auk drátta­vaxta í tæp­lega fjög­ur ár.

Toska var móður­fé­lag Faxa sem átti fé­lagið Fax­ar, en það fé­lag átti nær allt hluta­fé í Lyfj­um og heilsu.

Dómur héraðsdóms féll í október en nú er málið komið á dagskrá Landsréttar yfir áfrýjuð mál. 

mbl.is