Rafbílavæðing á Landspítalanum

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Allir bílar Landspítalans verða orðnir rafknúnir á fyrri hluta næsta árs en snemma árs 2023 eins og það er orðað á vef spítalans. 

Um fjörtíu bíla er að ræða og með þessu er verið að hraða orkuskiptum í bílaflota spítalans. 

Eru fyrstu fimm bílarnir komnir en síðasta vor var útboð á fyrstu sautján bifreiðunum. 

Orkuskiptin á bílaflotanum draga úr kolefnisspori spítalans, rekstrarkostnaði, loftmengun og gjaldeyrisnotkun. Árlega mun losun CO2-ígilda minnka um 100 tonn. Landspítali setti sér loftslagsmarkmið 2016 og hefur dregið úr losun um 40% síðan þá. Þetta er einn liður í því,“ segir enn fremur í færslunni

mbl.is