Staðan að skána og verður líklega rædd á morgun

Úrkomu er ekki spáð á morgun og hinn.
Úrkomu er ekki spáð á morgun og hinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Skriðuhætta á Austfjörðum fer dvínandi. Vænta má að á daglegum samráðsfundi almannavarna og Veðurstofu Íslands á morgun verði óvissustigið, sem lýst var yfir á miðvikudaginn, rætt. 

„Okkur finnst staðan frekar hafa verið að skána heldur en hitt. Þannig að það er svo sem ekki ólíklegt að það verði skoðað á morgun,“ segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurður hvort rætt verði að aflýsa óvissustiginu.

Töluverðri úrkomu er spáð á Austurlandi í dag en hún veldur þó ekki áhyggjum að sögn Magna.

„Það var ekki mjög mikil úrkoma í nótt en það er að ganga skel inn á landið núna og verður úrkoma í dag. Það er nú töluverð úrkoma en samt miklu minni en hefur verið síðustu viku þannig að hún veldur okkur ekki áhyggjum.“

mbl.is