Eydís nýr skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands

Eydís hefur kennt við Verkmenntaskóla Austurlands frá árinu 1999.
Eydís hefur kennt við Verkmenntaskóla Austurlands frá árinu 1999. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Eydís Ásbjörnsdóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. desember. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Eydís lauk kennslufræði til kennsluréttinda frá HA árið 2006 og hefur kennt við Verkmenntaskóla Austurlands frá árinu 1999. Lauk hún sveinsprófi í hársnyrtiiðn í janúar 1998 og hlaut meistararéttindi í sömu grein árið 1999.

Frá árinu 2010 hefur Eydís setið sem kjörinn bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar og gegnt ýmsum stöðum á þeim vettvangi.

Var hún aðalmaður í bæjarráði Fjarðabyggðar um sjö ára skeið og formaður bæjarráðs frá árinu 2018 til 2020. Eydís var forseti bæjarstjórnar 2020 til ársins í ár. Þá rak hún eigið fyrirtæki í tíu ár.

Tveir sóttu um embættið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert