Eldur kom upp í húsi FÍH

Eldur kom upp í húsnæði Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) í Rauðagerði í kvöld. 

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að slökkviliðið hafi fljótt náð niðurlögum á eldinum sem var staðbundinn við ákveðið svæðið.

Vísir greindir fyrst frá en slökkviliðið vinnur nú að því að reykræsta. 

Óvíst er út frá hverju eldurinn kviknaði en einhverjar reykskemmdir hafa orðið á húsinu. 

Engan sakaði. 

Hús FÍH er í Rauðagerði.
Hús FÍH er í Rauðagerði. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is