Fimmtán fyrirtæki til skoðunar

AFP

Neytendastofu barst 21 ábending vegna 17 fyrirtækja í tengslum við þrjá stóra netsöludaga í síðasta mánuði, þ.e. svartan föstudag, dag einhleypra og netmánudag. Tvær ábendingar voru byggðar á misskilningi en Neytendastofa er að kanna hvort tilefni sé til aðgerða vegna hinna málanna.

Þetta upplýsir Matthildur Sveins­dóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þetta eru lítið eitt færri ábendingar en stofnuninni bárust á síðasta ári.

„Okkar upplifun er sú að neytendur séu meðvitaðir um verð og margir undirbúa sig vel fyrir þessa föstu afsláttardaga með því að skoða vörur og verð þeirra í aðdraganda tilboðanna. Í einhverjum tilvikum verða neytendur varir við að tilgreint fyrra verð á tilboði er ekki sama verð og varan var boðin á áður og senda Neytendastofu ábendingu þar um,“ segir Matthildur.

Umfjöllunina er hægt að nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Aths.: Fréttin hefur verið uppfærð með nýrri mynd. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var mynd úr fyrirtæki sem tengdist efni fréttarinnar ekki á nokkurn hátt. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »