„Ómaklega vegið að formanni SGS“

Aðalsteinn Á. Baldursson skrifaði í gær undir kjarasamning SGS og …
Aðalsteinn Á. Baldursson skrifaði í gær undir kjarasamning SGS og SA. Við hlið hans er Ragnar Árnason forstöðumaður hjá SA. Ljósmynd/Framsýn

Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar segir fyrir neðan allar hellur hvernig forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa vegið að Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandins (SGS) eftir undirritun kjarasamninga SGS og Samtaka atvinnulífsins á laugardaginn.

„Mér finnst ómaklega vegið að formanni Starfsgreinasambandsins, og ekki bara honum heldur líka að öllum formönnunum sem að þessu komu og að þeim þúsundum félagsmanna sem komu að því að móta kröfugerðina. Þetta er svo ósanngarnt að það hálfa væri nóg, enda er mörgum misboðið yfir svona athygli sem menn eru að sækja sér með því að gera lítið úr öðrum,“ segir Aðalsteinn.

Framsýn er eitt þeirra 17 SGS-félaga sem standa að kjarasamningnum. Aðalsteini líst vel á samninginn.

Umfjöllunina í heild sinni er hægt að nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »