Skoða ábendingu um klám í íslenskum sjúkrabíl

Sjúkrabifreið. Mynd úr safni.
Sjúkrabifreið. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við lítum þetta alvarlegum augum og höfum engan áhuga á því að dragast inn í mál af þessu tagi,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is.

Hann vísar þar til ábendingar sem barst slökkviliðinu um myndband með klámfengnu efni sem virðist vera tekið upp í sjúkrabíl hér á landi.

Býst við að þetta tengist ekki slökkviliðinu

Í umfjöllun DV um málið segir að um sé að ræða íslenska konu og mann sem hafi tekið upp kynlífsefnið í sjúkrabílnum, en ekki kemur fram hvar sendandinn hafði séð myndefnið.

Birgir segir að verið sé að rannsaka málið og hann búist ekki við öðru en að þetta tengist ekki slökkviliðinu með einum eða neinum hætti.

„En við erum að skoða málið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert