„Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að leita í smiðju sósíalista til að laga bókhaldið?“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Hákon

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort hann ætlaði virkilega að leita í smiðju sósíalista til þess að laga bókhaldið, í ræðustól Alþing­is þegar þing­mönn­um gafst færi á að bera upp óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurnir við ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þorbjörg sagði ríkisstjórnina vera rangstæða í máli ÍL-sjóðs og að Sjálfstæðisflokkurinn væri í stríði við eignarréttinn eftir því sem virtist vera.

„Ætlar formaður flokks sem gjarnan lítur á sig sem brjóstvörn eignarréttarins virkilega að halda áfram með hugmyndir sínar? Á eignarrétturinn að víkja fyrir tilraunum ráðherra að laga stöðu ríkissjóðs með því að fara í vasa lífeyrisþega?” spurði Þorbjörg og beindi spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Virðist markmið að gera allt til að veikja stöðu ríkissjóðs

Bjarni sagðist ekki vita hvort hann ætti að gráta eða hlægja þegar hann hlustaði á málflutning gegn frumvarpi sem væri ekki komið fram. Hann sagði að það virtist vera markmiðið að gera allt til þess að veikja stöðu ríkissjóðs og ef það dugaði ekki að nota eignarréttinn þá væri það formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Verði það þannig að það komi tillaga frá mér þá skulum við ræða málin en hún er ekki ennþá komin fram. Það sem vakir fyrir mér er að fylgja lögum og láta ríkissjóð ekki taka á sig meiri ábyrgðir en hann hefur lofað," sagði Bjarni.

mbl.is