Krítarpípur voru í grunni Vesturbúðar

Pípurnar hvítu og fylgihlutirnir sem leyndust í jörðinni.
Pípurnar hvítu og fylgihlutirnir sem leyndust í jörðinni. Ljósmynd/Aðsend

Margra alda gamlar krítarpípur fundust í sumar við fornleifarannsóknir sem gerðar voru í grunni bygginga Eyrarbakkaverslunar sem uppi stóðu frá miðri 18. öld og fram til 1950. „Þegar leitað er í fornum rústum frá árabilinu 1600 og allt fram til 1900 á Íslandi finnast svona pípur gjarnan. Í dag vitum við að reykingar eru slæmar fyrir heilsu okkar en pípurnar eru gott dæmi um neyslu á fyrrgreindu aldabili,“ segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir fornleifafræðingur sem leitt hefur þetta rannsóknarstarf.

Ragnheiður Gló Gylfadóttir
Ragnheiður Gló Gylfadóttir Ljósmynd/Aðsend

Vesturbúðarhóll á Eyrarbakka er vestast í byggðarlaginu, 5.000 fermetra reitur þar sem verslunarhús danskra einokunarkaupmanna stóðu forðum. Á hólnum má sjá óljós ummerki bygginga á nokkrum stöðum og víða glittir í grjót í grassverði. „Þetta er hluti af merkilegri þyrpingu minjastaða á Eyrarbakka sem vitna um sögu þorpsins sem var aðalverslunarstaður Suðurlands í hátt tvær aldir,“ segir Ragnheiður Gló.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka