Þörf fyrir mataraðstoð gríðarmikil

Aðalheiður Frantzdóttir og Anna Pétursdóttir taka til matvörur í húsnæði …
Aðalheiður Frantzdóttir og Anna Pétursdóttir taka til matvörur í húsnæði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur fyrir jólaaðstoðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er mikill fjöldi kominn til landsins sem þarf aðstoð. Frá 1. mars til 1. september gáfum við 7.000 matargjafir,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, sem telur gríðarmikla þörf fyrir mataraðstoð fyrir þessi jól, mun meiri en í fyrra.

Hjálparsamtök og -stofnanir hér á landi veita þúsundum fjölskyldna og einstaklinga aðstoð í jólamánuðinum. Þannig voru um 1.500 fjölskyldur styrktar af Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir síðustu jól og telur Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi þar, að fjöldinn í ár verði örugglega ekki minni.

Þúsundir matargjafa

„Á höfuðborgarsvæðinu einblínum við á barnafjölskyldur og fólk sem á börn. Við vísum einstaklingum til mæðrastyrksnefnda og Fjölskylduhjálparinnar,“ segir Vilborg.

„Okkur finnst vera fjölgun frá því í fyrra. Úkraínufólkið hefur bæst við,“ segir Anna Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Þar fengu einnig um 1.500 heimili jólaaðstoð í fyrra og er talið að þau verði hátt í 2.000 fyrir komandi jól.

Hjá Fjölskylduhjálpinni voru gefnar 1.700 matargjafir í nóvember sl. og 2.200 í Reykjavík í sama mánuði. Matargjafir eru á hverjum virkum degi í Reykjavík og á Suðurnesjum og koma allt að 100 manns í aukaúthlutun daglega. Reiknað er með að desember slái öll met.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert