Geirinn enn í sárum

Stemning var á Airwaves hátíðinni en titringur er í tónleikahöldurum.
Stemning var á Airwaves hátíðinni en titringur er í tónleikahöldurum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það duttu allir úr takti og þar á meðal í menningarneyslu. Það tekur tíma að koma öllu í gang,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri.

Lengri tíma virðist ætla að taka að koma menningarstarfi í sama horf og það var fyrir Covid en margir héldu. Áætla má að miðasala sé um það bil 20% minni í sviðslistageiranum og í tónleikabransanum er höggið jafnvel enn meira.

„Svo virðist sem fólk forgangsraðaði tíma sínum ákveðnar en áður. Áhrif þess á menningarlífið erlendis eru þau að fólk fer sjaldnar á viðburði og svo virðist sem stóru viðburðirnir, topparnir, haldi sínu en þeir minni verði frekar fyrir barðinu á þessari þróun,” segir Magnús Geir sem kveðst telja að Ísland hafi komið betur út en víða erlendis.

„Menn hafa áætlað gróflega að það vanti enn ef til vill um 20% upp á það sem var fyrir Covid, en það er ekki nákvæm greining enda of snemmt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Magnús sem kveðst bjartsýnn á að geirinn rétti úr kútnum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »