Sundlaugum lokað í Skagafirði

Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki eru lokaðar í dag.
Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki eru lokaðar í dag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki eru lokaðar í dag en sundlaugin á Hofsósi verður áfram opin.

Í tilkynningu á vef Skagafjarðar segir að þetta sé fyrirbyggjandi aðgerð til að forgangsraða heitu vatni til heimila, en mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar.

Spáð er áframhaldandi frosti og verða lokanir endurmetnar í samræmi við það.

Íbúar eru hvattir til að spara heitt vatn eftir bestu getu, til dæmis með því að lækka stillingar á heitavatnspotttum og plönum sem nota ekki afallsvatn.

Ástandið þykirsérstaklega slæmt á Sauðárkróki og hjá notendum Varmahlíðarveitu en tilmælunum er beint til allra notenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert