Útiloka þyngri knapa

Vaxandi umræða er í Evrópu um notkun hesta til útreiða …
Vaxandi umræða er í Evrópu um notkun hesta til útreiða og annarrar hagnýtingar í þágu mannsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Ef vinnureglur sem nú eru til umræðu í Evrópu verða almennt viðurkenndar gæti þyngd knapa á íslenskum hestum orðið að hámarki 70-80 kíló. Við það yrðu margir knapar og hestamenn útilokaðir frá notkun hestsins. Rannsókn sem gerð hefur verið hér á landi bendir aftur á móti til þess að fullorðnir íslenskir reiðhestar geti borið 120-130 kílóa knapa á tölti í stuttan tíma í senn.

Vaxandi umræða er í Evrópu um notkun hesta til útreiða og annarrar hagnýtingar í þágu mannsins. Alþjóðasamtök um íslenska hestinn hafa verið að búa sig undir þessa umræðu og enda þótt hún beinist ekki að íslenska hestinum getur hún haft áhrif á notkun hans vegna þess hversu smár hann er. Þannig hafa skipuleggjendur Heimsleika íslenska hestsins sem verða í Hollandi á næsta ári vissar áhyggjur af því að verða fyrir gagnrýni frá almenningi ef þar sjást þungir karlmenn ríða litlum hestum. Þótt reglur um íslenska hestinn séu taldar góðar er verið að huga að endurbótum á þeim og kynningu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert