RSÍ samþykkir nýja kjarasamninga

Formenn stilltu sér upp, ásamt framkvæmdastjóra SA, eftir undirritun samninga
Formenn stilltu sér upp, ásamt framkvæmdastjóra SA, eftir undirritun samninga mbl.is/Kristinn Magnússon

Félög sveina, tæknifólks og Grafíu (grafískra hönnuða) hafa samþykkt nýundirritaða kjarasamninga Rafiðnaðarsambands Íslands við Samtök atvinnulífsins.

Tæplega 77 prósent sveina sögðu já við samningnum, rúm 73 prósent tæknifólks og rúm 88 prósent grafískra hönnuða.

Þátttaka í kosningunni var mismunandi eftir félögum, en um 51 prósent sveina og grafískra hönnuða greiddu atkvæði og 28 prósent tæknifólks.

Samningarnir voru undirritaðir fyrr í þessum mánuði og fela í sér 6,75 prósent almennar launahækkanir og gilda afturvirkt frá 1. nóvember síðastliðnum til 31. Janúar 2024. Hámarkshækkun er þó 66 þúsund krónur á mánuði og fellur hagvaxtarauki 2022 niður samhliða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert