Aðstaðan við lónið ekki til sóma

Salerni við Jökulsárlón eru ekki jafn glæsileg og lónið.
Salerni við Jökulsárlón eru ekki jafn glæsileg og lónið. mbl.is/Ásdís

Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir salernisaðgengi ferðamanna oft mæta afgangi í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar. Hann segir klósettskort vera „eilífðarvandamál“.

Fyrir helgi var öllum salernum í kaffihúsinu við Jökulsárlón lokað vegna sprunginna pípulagna og því þurfa ferðamenn að gera þarfir sínar á salernum á vegum þjóðgarðsins. Þau salerni hafa þó einnig verið til vandræða, bæði sökum óþrifnaðar og slæmrar einagrunar.

„Mér hefur ekki fundist þessi aðstaða vera til sóma fyrir þennan æðislega stað. Það eru oft einhver klósett biluð og önnur illa hirt og illa þrifin,“ segir Friðrik við Morgunblaðið.

Friðrik segir þetta stinga í stúf miðað við Gullfoss og Geysi þar sem þjóðgarðssalernin eru mun betur hirt. Hann lýsir því að margir ferðamenn komi fussandi út af þjóðgarðssalernunum við Jökulsárlón

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert