Áhöfn ræsti EF AVA eftir bilun í aðalvél

Fluttnigarskip dreigið til hafnar Varðskipið Þór gerði það Landhelgisgæslan var …
Fluttnigarskip dreigið til hafnar Varðskipið Þór gerði það Landhelgisgæslan var fljót á vettvang og varðskipið Þór dró flutningaskipið EF AVA að landi í gær í kjölfar sprengingar í í garð Gæslunnar eftir vel heppnaða björgunaraðgerð og kvað farminn óskemmdan og litla seinkun hafa orðið á skipinu. vélarrúmi þess. Edda Rut Björnsdóttir, sem ræddi við mbl.is fyrir hönd Eimskips í gær, lýsti þakklæti sínu og samstarfsfólks Merking: Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg

Flutningaskip Eimskips, EF AVA, er komið til Reykjavíkur eftir að hafa orðið vélarvana vestur af Reykjanesskaga í morgun.

Bilun í aðalvél flutningaskipsins varð til þess að skipið varð vélarvana snemma í morgun, á leið sinni hingað til lands frá hafnarbænum Irmingham í Bretlandi.

„Þetta var bilun í aðalvélinni, sem áhöfninni tókst að gera við,“ segir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta- og mannauðssviðs Eimskips.

Ástæða var til þess að koma skipinu í gang og var siglt til Reykjavíkur á minnkuðu afli. Tókst það á níunda tímanum í morgun og var skipið komið til Reykjavíkur klukkan korter í tvö í dag.

Um minniháttar bilun var að ræða og tekur nokkrar klukkustundir að gera við hana, að sögn Eddu. Þá muni fara fram nánari skoðun á biluninni.

„Við viljum þakka öllum viðbragðsaðilum og öðrum í nágrenninu, sem tilbúnir voru að koma til aðstoðar,“ segir Edda en áhöfn Þórs og sjóbjörgunarsveitir voru ræstar út vegna bilunarinnar, sem tilkynnt var um, um klukkan hálf fimm í morgun. Þrettán manns voru í áhöfn skipsins, sem varð síðast vélarvana í október síðastliðnum þegar bilun í smurkerfi þess olli sprengingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert