Ákærður fyrir 100 milljóna skattasvik

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa svikið um 100 milljónir …
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa svikið um 100 milljónir undan skatti við rekstur verktakafyrirtækis. mbl.is/Arnaldur

Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis ekki greitt virðisaukaskatt né staðgreiðslu frá lokum árs 2019 til fyrri hluta ársins 2021 upp á samtals rúmlega 100 milljónir króna.

Í ákæru málsins kemur fram að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskatti upp á samtals 23,4 milljónir. Þá hafi maðurinn ekki heldur staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna opinberra gjalda, en heildarupphæð þeirra hefði átt að vera 78 milljónir.

Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert