42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls 693 sjóðum og sjálfseignarstofnunum bar að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir rekstrarárið 2021 en í desember síðastliðnum höfðu margir sjóðir og stofnanir ekki staðið við það. Skilafresturinn var til 30. júní á síðasta ári. 403 staðfestir sjóðir og stofnanir höfðu uppfyllt þessa skyldu í seinasta mánuði en ársreikningar 290 sjóða og stofnana höfðu enn ekki borist embættinu eða um 42% allra þeirra sem ber að skila ársreikningum.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í gær um ársreikninga sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Vekur Ríkisendurskoðun athygli á því að 42 virkir sjóðir „hafa aldrei skilað ársreikningi til embættisins þrátt fyrir árvissar ítrekanir þar um,“ eins og segir í tilkynningu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »