Sveitarfélagið Stykkishólmur varð fyrir valinu

Stykkishólmur.
Stykkishólmur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Fimmtudaginn 26. janúar samþykkti bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar nýtt nafn sveitarfélagsins; Sveitarfélagið Stykkishólmur.

Af þeim nöfnum sem Örnefnanefnd fékk til umsagnar, úr hugmyndakeppni, taldi nefndin nöfnin Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur falla best að nafngiftahefð í landinu.

Nefndin lagðist gegn nöfnunum:

Stykkishólmsbær og Helgafellssveit
Stykkishólmur og Helgafellssveit
Breiðafjarðarbær
Breiðafjarðarbyggð

Bæjastjórn samþykkti í kjölfarið að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélaginu þar sem kynnt yrði greinargerð Örnefnanefndar og boðið til samtals um niðurstöðu Örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur. 

Kosið um tvær tillögur

Tvær tillögur að nafni lágu fyrir fundinum og því ekki kosið um eitt nafn umfram annað, heldur greiddu bæjarfulltrúar atkvæði um hvort nafnið yrði fyrir valinu með handauppréttingu og eftir eigin sannfæringu.

Tillögurnar voru, sem áður segir, Sveitarfélagið Stykkishólmur og Stykkishólmsbær

Samkvæmt niðurstöðu atkvæðagreiðslu fékk nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur 4 atkvæði en nafnið Stykkishólmsbær 3 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert