200 manna ungmennasamkvæmi lokað

Þar var verið að veita áfengi til gesta undir 20 …
Þar var verið að veita áfengi til gesta undir 20 ára aldri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö hundruð manna ungmennasamkvæmi var lokað á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í gær, en þar var verið að veita áfengi til gesta undir 20 ára aldri. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Tilkynnt var um „háværa dynki“ frá íbúð í Hlíðunum. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að dynkirnir áttu sér eðlilegar skýringar en þar var húsráðandi að berja svínakjöt með kjöthamri, með tilheyrandi látum.

Fékk glerflösku í höfuðið

Einstaklingur, sem var í annarlegu ástandi við verslunarkjarna í Laugardal, var ekið á dvalarstað af lögreglu. Svo fór einnig um einstakling sem tilkynnt var um í miðbænum, en viðkomandi var meðvitundarskertur sökum ölvunar, fyrir utan skemmtistað. 

Gestur á skemmtistað fékk glerflösku í höfðuðið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en gerandi er óþekktur. 

Þá var skemmtistað lokað í miðbænum því þar var enginn starfandi dyravörður með réttindi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert