Minnst 50% samdráttur

Sífellt færri sækja í afþreyingarbækur í kiljuformi.
Sífellt færri sækja í afþreyingarbækur í kiljuformi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fyrir 7-10 árum var ekki óalgengt að vinsælustu kiljur hvers árs seldust í 10 þúsund eintökum eða meira. Nú bregður svo við að mér sýnist að mest seldu kiljur undanfarinna ára nái varla 3-4 þúsund seldum eintökum og að meðalsala annarra bóka hafi sömuleiðis dregist verulega saman,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Bókaútgefendur hafa miklar áhyggjur af sölu á bókum í kiljuformi. Hrun sem varð á tímum kórónuveirunnar þegar ferðalög til útlanda nær lögðust af hefur ekki gengið til baka.

„Kiljusalan hefur dregist mjög mikið saman. Það má alveg tala um að minnsta kosti 50% samdrátt, ef ekki meira,“ segir Jakob F. Ásgeirsson, útgefandi í Uglu, en það bókaforlag hefur verið mjög áberandi í kiljuútgáfu síðustu ár.

Viðbúið er að útgefnum titlum muni fækka vegna þessarar þróunar. Útgefendur segja að tekjur af hljóðbókum dugi ekki til að bæta upp tapaðar tekjur af sölu prentaðra bóka. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert