Lögregla leitar þriðja ökumannsins

Átta manns voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur við …
Átta manns voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur við Norðurströnd í síðustu viku. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Lögregla leitar ökumanns sem talinn er geta varpað ljósi á tildrög bílslyssins við Norðurströnd á Seltjarnarnesi í síðustu viku.

Að sögn stöðvarstjóra lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu hefur lögregla eitthvað til að byggja á en ökumaðurinn er þó enn ófundinn.

Um er að ræða ökumann annars bíls en þeirra tveggja sem lentu í árekstrinum.

Átta voru í bílunum tveimur

Átta manns voru sam­an­lagt í bíl­un­um tveim­ur sem skullu saman og allir voru flutt­ir á slysa­deild.

Talið er að bif­reiðarn­ar hafa skollið sam­an að fram­an og að or­sök árekst­urs­ins hafi verið framúrakst­ur.

Grun­ur leik­ur á um að ann­ar bíl­stjóranna tveggja hafi verið und­ir áhrif­um áfeng­is eða vímu­efna við akst­ur­inn.

Blóðsýni ekki gefið vímu til kynna

Samkvæmt upplýsingum mbl.is gefa blóðsýni úr ökumönnunum tveimur þó til kynna að svo hafi ekki verið. Lögregla vildi hvorki játa því né neita.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar en svo virðist vera sem þriðji bíllinn hafi komið við sögu með einhverjum hætti.

mbl.is