Miðnætursundið reyndist krefjandi

Ýmsar áskoranir fylgdu því að breyta afgreiðslutíma.
Ýmsar áskoranir fylgdu því að breyta afgreiðslutíma. mbl.is/Hari

Tilraunaverkefni um miðnæturopnun í Laugardalslaug á síðasta ári reyndist kostnaðarsamara en áætlanir upp á sex milljónir króna gerðu ráð fyrir í upphafi.

Ýmsar áskoranir fylgdu því að breyta afgreiðslutíma en aðsókn var þó ágæt meðal ungs fólks. Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra þróunar og nýsköpunar, sem lagt var fram í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði fyrir viku.

Borgarráð samþykkti tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug frá ágústbyrjun og til ársloka. Í minnisblaðinu segir að miðnæturopnun á fimmtudögum hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum 16-25 ára, sérstaklega þegar boðið var upp á viðburði í lauginni. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum,“ segir í minnisblaðinu.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »