Veðrið gæti haft áhrif á línur fyrir norðan og vestan

Sunnudagsstormur framundan og með því verða miklir staðbundnir sviptivindar sem …
Sunnudagsstormur framundan og með því verða miklir staðbundnir sviptivindar sem gætu haft áhrif á línur á Norðurlandi.

Miklir staðbundnir sviptivindar á morgun gætu haft áhrif á línur Landsnets á Norðurlandi, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og yfir í Ljósavatnsskarð frá um klukkan 11 til klukkan 16 síðdegis.

Þá gæti veðrið einnig haft áhrif á línur á norðanverðum Vestfjörðum í fyrramálið, eða frá um klukkan níu og til hádegis. Þetta kemur fram í tilkynningu Landsnets á Facebook.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Það gengur í sunnan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri.

Búast má við sunnan 15 til 28 m/s, hvassast verður norðan- og norðvestan til. 

mbl.is