Eldingar gætu orsakað truflanir hjá Landsneti

Elding yfir vesturbæ Reykjavíkur árið 2019.
Elding yfir vesturbæ Reykjavíkur árið 2019. Ljósmynd/Harpa Hlín Sigurðardóttir

Sogslína 2, lína á milli Írafoss og Geitháls, leysti út um klukkan hálf tíu í kvöld. Er þetta önnur truflun á kerfi Landsnets í dag og segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, að eldingar gætu hafa verið orsökin, ekkert sé þó staðfest. 

Ólafsvíkurlínu 1 leysti út um fimmleytið í dag, en hvorki sú truflun né truflunin á Sogslínu 2 hefur leitt til rafmagnsleysis. 

Óvíst er hvenær hægt sé að fara í viðgerð á Ólafsvíkurlínu 1 vegna eldingaveðurs.

Verið er að kanna útleysingu Sogslínu 2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert