Slökkvistarfi lokið á svínabúinu

Mannskapur frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi í morgun.
Mannskapur frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi í morgun. Ljósmynd/Brunavarnir Austur-Húnvetninga/Ingvar

Aðgerðum Brunavarna Austur-Húnvetninga á Skriðulandi í Langadal, skammt frá Blönduósi, þar sem eldur kom upp í svínabúi í morgun er lokið og gengur slökkvilið nú frá búnaði sínum að sögn Ragnars Heiðars Sigtryggssonar varaslökkviliðsstjóra.

Enn sem komið er er ekki vitað hve mörg svín drápust í brunanum þar sem ekki hefur verið farið inn í þann hluta hússins, sem eldurinn kom upp í, en Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri nefndi í samtali við mbl.is í morgun að þar gætu 200 eða fleiri legið í valnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert